11:25
{mosimage}
(Memphis eru heppnir?)
Tap Memphis Grizzlies í nótt fyrir Sacramento 112-100 þýðir að félagið verði með slakasta árangurinn í NBA í vetur. Memphis hafa unnið 19 leiki þegar aðeins 3 eru eftir á meðan Boston hefur unnið 23. Ljóst er að Memphis getur ekki náð Boston enda er án efa lítill vilji hjá forráðamönnum Memphis að gera það þó þeir gætu.
Memphis mun eiga mestar líkur á að vinna NBA-lotteríið og fá 1. valrétt. Þó hefur það komið fyrir nokkrum sinnum að slakasta liðið vinni ekki lotteríið.
Kevin Durant hefur lýst því yfir að hann ætli í nýliðavalið og þegar Greg Oden gerir það munu forráðamenn slöku liðanna bíða spenntir eftir að sjá hvaða valrétt þau fá. Lotteríið verður í maí.