spot_img
HomeFréttirNBA: Tilbúnir að slást vegna Big Mac

NBA: Tilbúnir að slást vegna Big Mac

13:22

{mosimage}
(Strákarnir hans Isiah virðast ekki fá þá virðingu sem þeir telja sig eiga skilið)

Það urðu töluverð læti eftir leik Chicago og New York í nótt. Lætin urðu vegna þess að heimamenn voru að reyna komast yfir 100 stigin en í hvert skipti sem það gerist þá fá áhorfendur í Chicago frían Big Mac. Leikmenn New York fannst Chicago vera að reyna keyra upp muninn í stór sigri og töldu það ódrengilegt.

Leikmenn Chicago reyndu allt sem þeir gátu í gær að komast yfir 100 stigin og tóku þeir fjölmörg skot á lokamínútunni í stór sigri Chicago, 98-69. Chicago náði sóknarfrákasti þegar innan við 24 sekúndur voru eftir af leiknum. Í stað þess að halda boltanum og bíða eftir að leiktíminn rynni út eins og hefð er fyrir þá reyndu þeir að skora. Þetta fór í taugarnar á leikmönnum New York sem töldu að Chicago voru að reyna keyra upp muninn en í NBA-boltanum er ekki hefð fyrir því að rústa andstæðingum og gera lítið úr þeim eins og á Íslandi.

Ef þjálfarar halda sínum bestu leikmönnum inná í stórum sigri alveg fram í endann í stað þess að hleypa minni spámönnum inná þá vekur það alltaf upp neikvæð viðbrögð.

Strax eftir leikinn veitust Nate Robinson, Steve Francis og Jerome James að Tyrun Thomas í Chicago og vildu ræða aðeins við hann um þetta. Það þurfti að halda Jerome James í að elta Thomas inn gönginn í átt að búningsklefum en hann virtist vera tilbúinn að vaða í hann.

,,Ég hef verið lengi í deildinni og ég veit hvenær fólk er að reyna keyra upp muninn.” sagði Steve Francis. ,,Ég sagði við leikmenn Chicago að ef ég hefði verið inná hefði þetta verið öðruvísi. Ég hefði aldrei gert þetta við nokkurn og ég ætlast til þess að enginn geri þetta við liðsfélaga mína. Mér er alveg sama um Big Macinn eina sem ég er að reyna segja er virðing. Þjálfari þeirra spilaði í NBA-deildinni og hann ætti að vita betur. Ef einhver gerði þetta við hann yrði hann örugglega frekar ósáttur.”

Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem leikmenn New York finnst þeir fá litla virðingu frá andstæðingum sínum. Slagsmálin og ólætin sem urðu fyrr í vetur í leik New York og Denver hófust vegna þess að leikmenn New York voru ósáttur við takta J.R. Smith í enda leiksins en þá var Denver að vinna stórt.

Óvíst er hvaða afleiðingar þessi læti munu hafa fyrir leikmenn New York.

[email protected]

Slagsmálin í New York:
Carmelo biðst afsökunar
Anthony fær 15 leikja bann

Fréttir
- Auglýsing -