Fullt nafn: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
Aldur: 18 ára
Félag: Haukar
Hjúskaparstaða: Á lausu
Happatala: 12
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?
Þegar ég var 8 ára með Skallagrími í Borgarnesi
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?
Tómas Holton
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?
Pétur Guðmundsson og Helena Sverrisdóttir
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Megan Mahoney
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?
Brynjar Þór Björnsson
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Tómas Holton
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?
Ágúst Björgvinsson
Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Charles Barkley
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Michael Jordan
Hefur þú farið á NBA leik?
Ef já, hvaða leik? Nei, ég á það eftir.
Sætasti sigurinn á ferlinum?
Þegar við urðum Íslandsmeistarar 2006.
Sárasti ósigurinn?
Þegar við töpuðum á móti ÍS í undanúrslitum í bikarnum.
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Hestar og fótbolti
Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Skallagrími og Haukum
Uppáhalds:
kvikmynd: Big momma’s house
leikari: Martin Lawrence
leikkona: Sandra Bullock
bók: Mýrin eftir Arnald Indriðason
matur: Lambalæri
matsölustaður: American style
lag: Total Eclipse of the heart
hljómsveit: Mér finnst margar góðar en á enga sérstaka uppáhalds.
staður á Íslandi: Borgarnes
staður erlendis: Spánn
lið í NBA: Phoenix
lið í enska boltanum: Liverpool
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: Ég fylgist voða lítið með stjórnmálum.
heimasíða: karfan.is
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Ég stunda hugarþjálfun, hvíli mig vel og borða vel.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Maður lærir mikið af báðum
Furðulegasti liðsfélaginn?
Ætli það sé ekki Klara
Besti dómarinn í IE-deildinni?
Sigmundur Már Herbertsson
Erfiðasti andstæðingurinn?
Ætli ég verði ekki að segja stelpurnar sem við kepptum á móti í Evrópukeppninni.
Þín ráð til ungra leikmanna?
Mættu á allar æfingar og leggðu þig alla/n fram. Alveg sama á hverju gengur, þú skalt aldrei gefast upp.
{mosimage}