spot_img
HomeFréttirNBA: Minnesota engin fyrirstaða fyrir Dallas

NBA: Minnesota engin fyrirstaða fyrir Dallas

10:34 

{mosimage}

 

(Austin Croshere var stigahæstur hjá Dallas í nótt)

 

 

 

Þó Jerry Stackhouse og Dirk Nowitzki hafi fengið hvíld hjá Dallas í nótt áttu Mavericks ekki í teljandi vandræðum með Minnesota en leikurinn fór fram á heimavelli Timberwolves í Target Center. Lokatölur leiksins voru 88-105 Dallas í vil þar sem sex liðsmenn Mavericks gerðu 10 stig eða fleiri í leiknum. Atkvæðamestur gestanna úr Texasfylki var Austin Croshere með 19 stig og 6 fráköst en þeir Jason Terry og Josh Howard voru báðir með 16 stig fyrir Dallas. Justin Reed var stigahæstur Timberwolves með 17 stig á 22 mínútum. Kevin Garnett lék ekki með Timberwolves í leiknum sökum meiðsla.

 

Miami tryggði sér sigur í suðausturriðli

 

Miami Heat tryggði sér sigur í suðausturriðli Austurdeildar með því að leggja Washington Wizards, 85:82. Jafnframt tryggði Miami sér að minnsta kosti 4 sætið í Austurdeildinni. Antoine Walker skoraði 19 stig fyrir Miami en Shaq lék ekki með þar sem hann fylgdi afa sínum til grafar í gær.

 

Detroit Pistons tryggði sér sigur í Austurdeildinni með því að leggja Orlando Magic, 104:99. Hefur liðið því heimaleikjarétt í úrslitakeppni deildarinnar.

 

Úrslit annarra leikja í nótt voru þessi:

Indiana Pacers 104, Milwaukee Bucks 98
San Antonio Spurs 109, Sacramento Kings 100
Philadelphia 76ers 102, Boston Celtics 94

Fréttir
- Auglýsing -