spot_img
HomeFréttirDynamo Moskva sigraði FIBAEuroCup

Dynamo Moskva sigraði FIBAEuroCup

10:57

{mosimage}

Rebekkah Brunson átti mjög góðan leik fyrir Dynamo Moskva í gær 

 

Dynamo Moskva sigraði í FIBAEuroCup kvenna en seinni úrslitaleikurinn fór fram í gær. Þar öttu Moskvustúlkur kappi við ítalska liðið Faenza og fóru leikar 76-56 í Moskvu í gær en þær rússnesku sigruðu einnig í leiknum á Ítalíu í síðustu viku 74-61.

Báðir Evróputitlar kvenna höfnuðu því í Moskvu þetta árið því fyrir skemmstu sigraði Spartak Moskva í Euroleague kvenna.

FIBAEuroCup er keppnin sem Haukar tóku þátt í og einnig var Chavakata, lið Alexanders Ermolinskijs í þessari keppni.

 

[email protected]

 

Mynd: www.fibaeurope.com

 

Fréttir
- Auglýsing -