Aganefnd KKÍ hefur kveðið upp úrskurð vegna kæru sem að barst á hendur Agnars Mar Gunnarssyni, aðstoðarþjálfara Keflavíkur. Agnar Mar fær 3 leiki í bann.
Atvikið átti sér stað eftir þriðja leik Hauka og Keflavíkur í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. Úrskurðurinn tekur gildi strax og mun Agnar því ekki geta verið með liði Keflavíkur það sem eftir er úrslitakeppninnar.