KRingar áttu góðan lokasprett í leiknum í kvöld gegn Njarðvík og sigruðu leikinn með 82-76 í DHL höllinni. Njarðvíkingar höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn eða þangað til að 2 mínútur voru eftir að KR tók góðan sprett. Þeir lokuðu á vörn sína og skoruðu auðveldar körfur. Á meðan voru gestirnir að breyta sóknarleik sínum, sóknarleik sem hafði virkað ágætlega allan leikinn og gengu heimamenn á lagið. Staðan er því 1-1 í seríunni og næsti leikur á laugardag í Ljónargryjfunni. Meira síðar.
Mynd:www.kr.is/karfan