11:27
{mosimage}
(Nokkrir fulltrúar Miami Heat Dancers)
Klappstýrur Miami Heat unnu annað árið í röð klappstýrukeppni á NBA.com. Þær urðu hlutskarpari en klappstýrur Houston en stelpurnar frá Miami fengu 61% atkvæða í netkosningu.
Valið fer þannig fram að aðdáendur geta valið í netkosningu milli tveggja klappstýruhópa. Sá hópur sem fær fleiri atkvæði kemst áfram og mætir þeim næsta. Miami Heat Dancers, eins og hópurinn heitir, lögðu klappstýrur, New Jersey, Washington og Toronto að velli áður en Power Rockers Dancers þurftu að lúta í lægra haldi.
Þessi keppni hefur farið fram undanfarin ár á NBA.com og í fyrra unnu Miami-stelpurnar stöllur sínar frá Sacramento.
Klappstýrur eru mikilvægur þáttur í Amerísku íþróttalífi. Boston Celtics höfðu aldrei verið með klappstýrur fyrir þetta tímabil og var félagið það síðasta í NBA til að mynda klappstýruhóp.
mynd: nba.com
[email protected]