spot_img
HomeFréttirÞriðji leikur Njarðvíkur og KR í dag

Þriðji leikur Njarðvíkur og KR í dag

13:00 

{mosimage}

 

Njarðvík og KR mætast í þriðja úrslitaleiknum í Iceland Express deild karla í dag kl. 14:50 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá SÝN en þeir sem ætla sér á völlinn ættu að mæta snemma enda voru rúmlega 1000 manns í DHL-Höllinni á síðasta leik og er vitað að sá fjöldi þyrfti að troða sér nokkuð fimlega inn í Ljónagryfjuna.


Njarðvík vann fyrsta leikinn 99-78 í Njarðvík en KR-ingar náðu svo að jafna metin á fimmtudaginn í hörkuspennandi leik. Lokatölur í honum voru 82-76.

Til þessa hafa Njarðvíkingar ekki enn tapað leik á heimavelli í úrslitakeppninni en KR-ingar töpuðu sínum fyrsta leik heima gegn ÍR í 8-liða úrslitum en hafa á móti verið að vinna stóra og mikilvæga leiki á útivelli.  

Njarðvík-KR

Leikur 3

Ljónagryfjan kl. 14:50

Fréttir
- Auglýsing -