spot_img
HomeFréttirPálína: Eigum eftir að sakna Helenu ógeðslega mikið

Pálína: Eigum eftir að sakna Helenu ógeðslega mikið

21:22

{mosimage}

 

 

(Vinkonurnar og fyrirliðarnir Pálína og Helena með Íslandsmeistarabikarana) 

 

 

Pálína Gunnlaugsdóttir var þreytt en sæl í leikslok í Keflavík í dag þegar Karfan.is náði tali af henni. Pálína lék fantavel í úrslitakeppninni með Haukum og fór mikinn í Haukaliðinu og þá sér í lagi þegar litið er til varnarvinnunnar sem Pálína skilar í hverjum leik en hún þykir einn skæðasti varnarmaðurinn í kvennakörfunni í dag.

 

„Þetta var alveg ótrúlegt og þetta er einstakt afrek hjá okkur,“ sagði Pálína. „Við ætluðum okkur að klára þetta, það voru allar aðstæður fyrir hendi, dagurinn var góður og veðrið frábært,“ sagði Pálína sem brosti út að eyrum í spjalli við Karfan.is

 

Helena Sverrisdóttir lék sinn síðasta leik fyrir Hauka í bili en hún heldur til náms í Bandaríkjunum í haust. „Brotthvarf hennar leggst vel í okkur fyrir hennar hönd,“ sagði Pálína um vinkonu sína Helenu. „Við eigum eftir að sakna hennar ógeðslega mikið en við þjöppum okkur bara vel saman fyrir næstu leiktíð og ég á von á því að Helenu frátaldri að við náum að halda sama hóp á næstu leiktíð,“ sagði varnarvélin Pálína Gunnlaugsdóttir.

 

 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -