12:43
{mosimage}
Orlando Magic vann Philadelphia 76ers, 104:87, í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. Með ósigrinum hvarf síðasta von Philadelphia á að hreppa sæti í úrslitakeppninni en Orlando er í áttunda sæti Austurdeildar og ætti að komast í úrslitin.
Önnur úrslit í nótt voru þessi:
Cleveland 110, Atlanta 76
Memphis 133, Denver 118
Charlotte 113, Milwaukee 92
Houston 123, New Orleans 112
Phoenix 126, Utah 98
Portland 108, Seattle 102