spot_img
HomeFréttirNBA: Toronto náði öllum takmörkum sínum

NBA: Toronto náði öllum takmörkum sínum

11:00

{mosimage}
(Chris Bosh hefur verið frábær í vetur)

Toronto Raptors settu sér þrjú takmörk fyrir tímabilið: komast í úrslitakeppnina, vinna riðilinn sinn og ná heimavallarréttindum í fyrstu umferð úrslitakeppninnnar. Þeir náðu öllum takmörkum sínum.

Toronto hefur umbreyst síðan að Bryan Colangelo kom til starfa hjá félaginu síðastliðið sumar. Þeir fengu 1. valrétt í nýliðavalinu síðastliðið sumar ásamt róttækum breytingum á leikmannahópnum að undanskyldum þeirra bestu mönnum hefur gert þetta félag að einu því besta í Austrinu.

Toronto vann New York í nótt 107-105 og jöfnuðu félagsmet yfir flesta sigurleiki á einni leiktíð eða 47. Þeir náðu því tímabilið 2000-01 og eiga þeir enn eftir að leika 3 leiki.

Þeir unnu Atlantshafsriðilinn í vetur í fyrsta skipti og eru að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í 5 ár.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -