12:15
{mosimage}
(Helena tekur við 5000 kallinum frá Birgi)
Birgir Már Bragason varaformaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur stóð við veðmálið á laugardag og innti af hendi 5000 krónur og viðtakandinn var Helena Sverrisdóttir, besti leikmaðurinn í úrslitakeppninni í kvennakörfunni og fyrirliði Hauka. Forsagan að veðmálinu teygir sig aftur í bikarúrslitaleik Hauka og Keflavíkur sem fram fór þann 17. febrúar síðastliðinn. Birgir gerði upp sakirnar við Helenu eftir að Haukar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Keflavík.
Þannig var mál með vexti að í upphitun fyrir bikarleikinn fræga stóð Helena utan vallar þegar Birgi bar að. Birgir bauð Helenu að skjóta langskoti frá varamannbekknum og ef hún myndi hitta fengi hún 5000 krónur fyrir vikið. Þegar menn veðja um hluti af þessu tagi við bestu körfuknattleikskonu landsins verður útkoman aðeins á einn veg, varaformaður sem er 5000 kr. fátækari.