spot_img
HomeFréttirParket í DHL-höllina!

Parket í DHL-höllina!

13:10 

{mosimage}

 

 

(Græni dúkurinn fer og Pálmi og félagar verða á parketi næstu leiktíð) 

 

 

Aðalfundur kkd. KR fór fram á þriðjudagskvöld, rekstur deildarinnar á síðasta ári gekk ágætlega en aðaltíðindin voru þau að í sumar verður ráðist í framkvæmdir í DHL-höllinni og græni dúkurinn mun víkja. Frá þessu er greint á www.kr.is/karfa  

Fundurinn var vel sóttur og menn með bros á vör eftir kvöldið áður. Guðjón Guðmundsson, formaður KR, var kosinn fundarstjóri. Böðvar Guðjónsson formaður kkd. KR fór yfir ársskýrslu deildarinnar sem var sú 50. Þar kom m.a. fram að í sumar verður "græna skrýmslið" fjarlægt úr DHL-höllinni og parket lagt í staðinn. Græn grýla lögð á mánudaginnn og græna skrímslið degi síðar, ekki amalegt! Böðvar þakkaði sérstaklega þeim fjölmörgu sem höfðu lagt hönd á plóg á tímabilinu, án þeirrar sjálfboðavinnu væri starfssemin vart virk. Birgir Hákonarson fór yfir reikninga deildarinnar frá árinu 2006. Helstu tölur eru þær að um 300 þúsund krónu tap var á rekstrinum, samanborið við 1.5 milljón króna hagnað árið áður. Þetta er þó ekki alvarlegt þar sem tejkur af Íslandsmeistaratitli og úrslitakeppninni munu vega rúmlega á móti. Einnig náðist að greiða niður langtímaskuldir deildarinnar um 800 þúsund krónur. Kostnaður við þjálfun yngri flokka hefur hækkað undanfarin ár og nú ná árgjöld iðkenda vart að dekka þann kostnað en með öflugum fjáröflunum er rekstur yngri flokkanna réttum megin við núllið. 

Fáeinar breytingar voru gerðar á stjórn, Páll Kolbeinsson fer úr stjórn og verður varamaður. Hann heldur þó áfram í meistaraflokksráði karla ásamt Guðmundi Þór Magnússyni og Böðvari Guðjónssyni, sem var endurkjörinn formaður. Ingibjörg Dungal hætti í stjórn um mitt síðasta ár og Magnús Ólafsson, gjaldkeri, verður einnig varamaður. Inn í stjórn koma þeir Þórður Pálsson og Tómas Aðalsteinsson.

Stjórn kkd. KR 2007-2008 skipa: Böðvar Guðjónsson, Jónas Þór Jónasson, Lárus Árnason, Árni Blöndal, Þórður Pálsson, Tómas Aðalsteinsson. Ingi Þór Steinþórsson verður áfram fulltrúi unglingaráðs í stjórn. Varamenn; Páll Kolbeinsson, Magnús Ólafsson, Guðmundur Þór Magnússon.  

Frétt af www.kr.is/karfa

 

Fréttir
- Auglýsing -