16:17
{mosimage}
(Baldur til varnar gegn Agli Jónassyni)
Íslandsmeistarar KR í körfubolta ætla að leggja hart að Baldri Ólafssyni að spila með meisturunum næsta vetur. Baldur tók fram skóna á ný um páskana og reyndist mjög drjúgur fyrir Vesturbæjarliðið í úrslitunum og það þótt hann væri ekki í sérstöku formi. Frá þessu er greint á www.visir.is
„Við sáum í þessum úrslitum hversu mikilvægur Baldur er liðinu innan sem utan vallar. Vonandi tekur hann slaginn með okkur," sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en hann segir Baldur hafa tekið ágætlega í hugmyndina.
Mynd: www.vf.is