Körfuknattleiksdeild UMFG gerði í gærkvöldi nýja samninga við nafnana Pál Axel Vilbergsson og Pál Kristinsson. Páll Axel skrifaði undir 3 ára samning og Páll Kristinsson undir 2 ára samning. Augljóslega um frábær tíðindi hér að ræða fyrir Grindvíkinga og ljóst að þeir ætla sér stóra hluti á næsta ári. Vonir standa yfir að semja við Adam Darboe að nýju og óstaðfestar heimildir herma að þeir beri víurnar sínar að þeim Brenton Birmingham og Agli Jónassyni leikmönnum UMFN.