12:59
{mosimage}
(Þessi mynd er nú með þeim bestu en var reyndar tekin í fyrra. Ljósmyndina tók Gunnar Freyr Steinsson)
Körfknattleiksdeild Hauka hefur sett á laggirnar ljósmyndakeppni til þess að komast að því hvaða mynd sé best af Haukafólki í vetur. Ófáar myndir hafa verið teknar og nú er leitin af þeirri bestu hafin. Hér að neðan gefur að líta frétt um ljósmyndasamkeppnina en fréttin er birt á www.haukar-karfa.is
Nú þegar að glæsilegum körfuboltavetri er senn að ljúka er við hæfi að komast að því hvaða mynd sé best af Haukafólki í vetur. Margar myndir hafa verið teknar af Haukum í vetur og viljum við á Heimasíðunni komast af því hvaða mynd sé flottust en það gerum við með því að halda Ljósmyndakeppni Hauka. Við ætlum að skipta þessu í þrjá liði en það eru Yngriflokkar, meistaraflokkar og innra starf körfuknattleiksdeildar Hauka.
Allar myndir skulu sendast á netfangið [email protected] og með þeim þurfa að fylgja upplýsingar um mynd, hver tók hana og hvenær.
Skilafrestur á myndum er til 4 maí.