spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Sigur hjá Loga í fyrsta leik

Molar að utan: Sigur hjá Loga í fyrsta leik

7:16

{mosimage}

Logi Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Calefacciones Farho Gijon Baloncesto (12-21) í gær þegar liðið tók á móti Plus Pujol Lleida. Gijonmenn sem eru í 17. sæti deildarinnar sigruðu leikinn 66-61. Logi lék í tæpar 10 mínútur og skoraði 4 stig.

 

Það kom að því að Jón Arnór Stefánsson tapaði á Ítalíu með Lottomatica Roma (19-10). Á fimmtudag heimsótti liðið Tisettanta Cantu og tapaði 74-64. Jón Arnór lék í 21 mínútu í leiknum og skoraði 8 stig. L’Hospitalet (16-17) siglir lygnan sjó um miðja LEB deildina og í gær tapaði liðið fyrir Ricoh Manresa á heimavelli 77-79. Damon Johnson var heitur og skoraði 17 stig. Ekki tókst Gestiberica Vigo (11-22) að halda sigurgöngu sinni áfram en í gær tók liðið á móti Caja Rioja í LEB2 deildinni og tapaði 56-75. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 8 stig í leiknum og lék í 35 mínútur. Pavel Ermolinskij hafði hægt um sig þegar lið hans Axarquia (14-19) tapaði fyrir Calpe-Agus de Calpe á útivelli í gær 76-68. Pavel lék í 17 mínútur og skoraði 10 stig, hitti úr 5 af 6 tveggja stiga skotum sínum en auk þess tók hann 4 fráköst.  [email protected] Mynd: www.gijonbaloncesto.com 

Fréttir
- Auglýsing -