spot_img
HomeFréttir1 á 1: Lárus Ingi Magnússon

1 á 1: Lárus Ingi Magnússon

Lárus I Magnússon

Fullt nafn:  Lárus Ingi Magnússon      
Aldur:  38 ára  
Félag:  Fjölnir  
Hjúskaparstaða/börn:  Giftur 4 barna faðir  
Happatala:  engin sérstök  

 

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar?  10 ára í félagsheimilinu á Hvolsvelli

 

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni?  eingin sérstök 


Hvenær byrjaðir þú að dæma?  Nóv. 2000

  
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? 
Erfitt að bera saman ólíka tíma en segi  Jón Arnór/ Teitur og Helena / Anna María
 
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?   Brenton 


Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir?  Hörður Axel  og Brynjar Björns

  
Besti dómarinn á Íslandi?  Allt snillingar, en ætli við segjum ekki Simmi og Kiddi
til að nefna einhverja

  
Efnilegasti dómarinn á Íslandi?  Jóhann Gunnar

 

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?   Ragnar Sigurðsson


Besti þjálfarinn á Íslandi í dag?   Ekki hægt að taka neinn út úr þessum góða hópi
þjálfara á Íslandi

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?   Steve Nash


Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?  Jordan


Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?  Nei

Sætasti sigurinn á ferlinum?  Golfmót KKDÍ 2004


Sárasti ósigurinn?  Golfmót KKDÍ 2006

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?  Kannski golf!!!

Með hvaða félögum hefur þú leikið?  Selfoss, Laugdælum, Val, Létti, Fylki,
Breiðablik, Fjölni og ÍS 

Uppáhalds: 
kvikmynd:  JFK, þarf bara að gefa sér góðan tíma í svoleiðis myndir  
leikari:  Bruce Willis  
leikkona:  Meg Ryan  
bók:  Liverpoolbókin  
matur:  jóla hamborgarahryggurinn  
matsölustaður: Eldhúsið hjá tengdó og svo kemur eldhúsið hjá konunni sterkt inn
líka.   
lag: Bohemian Rhapsody 
hljómsveit: Queen og Sálin  
staður á Íslandi:  Herjólfsdalur  
staður erlendis:  Anfield  
lið í NBA:  Bulls  
lið í enska boltanum:  Liverpool  
hátíðardagur:  17.05.2003  Brúðkaupsdagurinn 
alþingismaður:  63 kjánar hverju sinni  
Vefsíða:  kkdi.is og karfan.is  
 
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?  Gott pree game með félaganum, Magic og slökun.


Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?   Tap

 

Furðulegasti dómarinn?  Háaldraður haltur rakari.


Þín ráð til ungra dómara?  Lesa, horfa, skoða. Sanka að sér eins miklum fróðleik og
hægt er, sjá eins marga leiki og hægt er, og síðast en ekki síst að skoða á
myndbandi það sem þú sjálfur/sjálf ert að gera
.

 

   

 

Fréttir
- Auglýsing -