spot_img
HomeFréttirJesper Sørsensen tekur við liði BK Amager

Jesper Sørsensen tekur við liði BK Amager

11:31

{mosimage}

Jesper Sørensen sem lék á sínum tíma með KR og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim árið 2000 hefur verði ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins BK Amager. BK Amager er uppeldisklúbbur Jespers og eftir að hafa freistað gæfunnar á öðru vígstöðum kom Jesper til liðs við liðið fyrir þremur árum og á síðasta tímabili urðu þeir bikarmeistarar en duttu út í undanúrslitum deildarinnar.

Í vetur hefur Jesper hins vegar ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla og þegar Jesper Krone sem þjálfað hefur liðið síðastliðin þrjú ár hætti með liðið eftir tímabilið var Jesper ráðinn sem þjálfari. Grétar Örn Guðmundsson fyrrverandi leikmaður KR hefur leikið með varalið BK Amager í vetur og aldrei að vita nema að hann freisti gæfunnar með aðalliðinu undir stjórn Jespers. 

Þess má einnig geta að annar fyrrum leikmaður í íslensku úrvalsdeildinni er að þjálfa í dönsku úrvalsdeildinni. Flemming Stie sem lék með Tindastól um árið var aðstoðarþjálfari Randers Cimbria framan af vetri en þegar þjálfarinn var látinn fara tók Flemming við liðinu og hann hefur svo verið ráðinn þjálfari liðsins fyrir næsta vetur.

[email protected]

Mynd: www.danskbasket.dk

 

Fréttir
- Auglýsing -