spot_img
HomeFréttirHvar er parket?

Hvar er parket?

19:16

{mosimage}

Eins og sjá má er parket á heimavelli nýliða Stjörnunnar 

 

Mikil umræða hefur skapast í dag í fjölmiðlum um tillögu stjórnar KKÍ um að allir leiki í efstu deild karla og kvenna skuli leiknir á parketi frá tímabilinu 2008-09. Því miður hefur ekki verið farið með rétt mál í öllum þeim fréttum varðandi hvar er parket og hvar ekki.

Við á karfan.is rennum því hér yfir þau lið sem leika í Iceland Express deildum karla og kvenna og nefnum hvernig gólf er á heimavöllum hvers liðs. 

Iceland Express deild karla 

Keflavík – parket

Njarðvík – parket

Grindavík – parket

Stjarnan – parket í aðalsal, dúkur í gamla salnum sem sjaldan er leikið í núorðið.

KR – parket verður lagt í sumar

ÍR – dúkur

Fjölnir – parket verður lagt í sumar

Skallagrímur – parket

Snæfell – parket

Tindastóll – dúkur

Þór Ak. – bæði dúkur í Síðuskóla og Höllinni en umræða um að leggja parket á Höllina.

Hamar – dúkur

Iceland Express deild kvenna

Keflavík – parket

Grindavík – parket

Haukar – parket

ÍS – parket

Fjölnir – dúkur

Hamar – dúkur 

Ef kíkt er á liðin sem voru í baráttu í vetur um að komast í efstu deildirnar.

Breiðablik – dúkur

Valur – parket

FSu – parket

KFÍ – parket

Höttur – dúkur 

Það er því ljóst að ekki er um mörg hús að ræða, Reykvíkingar þurfa að skipta um gólf í Seljaskóla fyrir ÍR. Skagfirðingar og Akureyringar þurfa að skipta um gólf sem og Kópavogsbúar þurfa þess einnig. Þá er enn dúkur í Hveragerði og er í raun synd að segja frá því að nýr dúkur var lagður þar fyrir örfáum árum.

[email protected]

Mynd: Jón Björn Ólafsson/karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -