spot_img
HomeFréttirHaukar Íslandsmeistarar í Stúlknaflokki

Haukar Íslandsmeistarar í Stúlknaflokki

16:35

{mosimage}

 

 

Haukakonur eru Íslandsmeistarar í Stúlknaflokki eftir 77-70 sigur á stöllum sínum úr Grindavík. Leikurinn var æsispennandi og jafn en Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var valin besti leikmaður leiksins með 19 stig, 11 fráköst, 5 stolna bolta, 4 stoðsendingar og 3 varin skot.

 

Haukakonur hófu leikinn mun betur og náðu 10-0 forystu en Grindavík vaknaði af værum blundi og minnkaði muninn í 24-20. Staðan í hálfleik var 38-29 Haukum í vil og Unnur Tara Jónsdóttir komin með þrjár villur í liði Hauka.

 

Staðan að loknum þriðja leikhluta var 55-49 Haukum í vil en Grindvíkingar komu grimmir til fjórða og síðasta leikhlutans og náðu fljótlega að jafna leikinn í 59-59 og komust síðan yfir í fyrsta sinn í leiknum 63-65.

 

Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem þær Unnur Tara Jónsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir fengu báðar fimm villur hjá Haukum og urðu frá að víkja. Haukar létu fjarveru miðherja sína ekki á sig fá og höfðu að lokum góðan sjö stiga sigur 77-70 í miklum spennuleik.

 

Á liðsmyndinni er röðun leikmanna eftirfarandi:

 

Efri röð frá vinstri

Rannveig Ólafsdóttir, Helena Hólm, Unnur Tara Jónsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, María Lind Sigurðardóttir, Guðný G. Skjaldardóttir, Una B. Magnúsdóttir

 

Neðri röð frá vinstri:

Klara Guðmundsdóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir, Heiðrún H. Jónsdóttir, Aldís Pálsdóttir, Bryndís H. Hreinsdóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir og Ágúst Björgvinsson.  

 

[email protected]

 

{mosimage}

 

(Ragna var valin maður leiksins)

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -