spot_img
HomeFréttirHöfum hug á því að bæta við okkur íslenskum leikmönnum

Höfum hug á því að bæta við okkur íslenskum leikmönnum

20:20 

{mosimage}

 

 

Óli Björn Björgvinsson formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að Grindvíkingar hefðu hug á því að krækja í einn til tvo leikmenn til viðbótar til að styrkja hóp liðsins. Grindvíkingar hafa þegar samið við Þorleif Ólafsson, Pál Axel Vilbergsson, Pál Kristinsson og Danann Adam Darboe en honum er frjálst fram á mitt sumar að kanna möguleika sína á því að komast í stærri deildir í Evrópu.

 

,,Við ætlum að reyna að styrkja hópinn með íslenskum leikmönnum en við höfum ekkert í hendi eins og stendur,” sagði Óli. ,,Við ætlum að reyna að krækja okkur í einn til tvo leikmenn en það fer eftir því hvernig málefnum erlendra leikmanna verður háttað. Eins og er erum við að bíða eftir KKÍ þinginu til þess að sjá hvort það verði einhverjar breytingar þar,” sagði Óli. Ársþing KKÍ fer fram á Flúðum í ár helgina 4.-6. maí.

 

Hvort Grindvíkingar leiti eftir stórum Bandaríkjamanni í teiginn eða minni leikmanni í bakvarðastöðuna fer nokkuð eftir því hvort Adam Darboe verði áfram hjá liðinu. Verði Darboe með þeim á næstu leiktíð þykir líklegt að Grindvíkingar reyni eftir fremsta megni að styrkja teiginn hjá sér. Páll Axel og Páll Kristinsson stóðu vaktina vel í teignum í úrslitakeppninni en þeir áttu oft í vandræðum með miðherja annarra liða og því heillavænlegast fyrir Grindvíkinga að þétta teiginn fyrir næstu leiktíð.

 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -