spot_img
HomeFréttirGeorge Byrd vill vera áfram

George Byrd vill vera áfram

11:41

{mosimage}

Bandaríski miðherjinn George Bryd gæti brotið blað á sínum ferli í íslenska körfuboltanum næsta haust því kappinn er búinn að segja Hamarsmönnum að hann verði áfram í herbúðum liðins.  Þetta yrði þá í fyrsta sinn sem Byrd byrjar tímabil hér á landi en hann hefur komið inn í deildina þrjú síðustu tímabil, fyrst tvisvar til Skallagríms eftir áramót og svo til Hamars/Selfoss í fyrra.

Byrd státar af frábærri tölfræði undanfarin tvö tímabil. Lið hans hafa unnið 20 af 35 leikjum með hann innanborðs en tapað 6 af 9 leikjum án hans.
Byrd var með 17,4 stig og 16,5 fráköst að meðaltali í Iceland Express deildinni í vetur en Hamar/Selfoss fór alla leið í bikarúrslit og í 8 liða úrslit úrslitakeppninnar.

Byrd líkaði vistin vel í Hveragerði og leikur liðsins gjörbreyttist við komu hans. Það eru því frábærar fréttir fyrir Hamar/Selfoss-liðið að þessi stóri og sterki miðherji muni snúa aftur í haust.

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -