spot_img
HomeFréttirNBA: Arenas gæti farið

NBA: Arenas gæti farið

06:00

{mosimage}

Gilbert Arenas hefur sagt að hann muni hugsa sína framtíð vandlega í sumar. Ef lið hans Washington Wizards mun ekki sýna metnað í að reyna bæta liðið til að verða meistari mun hann jafnvel ekki framlengja samning sinn við félagið sem rennur út sumarið 2009.

Arenas, sem er að jafna sig á meiðslum á vinstra hné, á tvö ár eftir af samningi sínum en hefur ákvæði sem leyfir honum að rifta honum eftir tímabilið 2007-08. ,,Ég á eitt ár eftir til að sjá hvernig hlutirnir þróast,” sagði hann. ,,Í sumar mun ég sjá hvort að þetta félag sé að fara í þá átt sem að ég held að það sé að gera eða það sé tími til að ég fari eitthvað annað.” sagði Arenas og skilaboð hans til forráðamanna Washington eru ótvíræð.

Félagið hefur misst sterka leikmenn frá sér á undanförnum árum þ.m.t. Larry Hughes og Jared Jeffries. Þeir sömdu báðir við önnur lið eftir að samningur þeirra var útrunninn.

Arenas mun fá $13 milljónir á ári næstu tvö árin en hann er án umboðsmanns þessa stundina. Hann er einn besti leikmaður NBA í dag og ef hann ákveður að yfirgefa Washington verður hann einn eftirsóttasti leikmaðurinn hennar.

Hann hefur einnig útilokað að spila með landsliðinu í sumar. ,,Ég mun ekki gera neitt fyrr en ég verð kominn í það líkamlegt ástand sem ég vil vera í,” sagði Arenas sem bætti við að læknar hans hafa sagt honum að hann ætti að verða heill heilsu 1. ágúst. ,,Ég ætla ekki að hætta 2007-08 tímabilinu til þess að spila á Ólympíuleikunum.” Bandaríska landsliðið þarf að keppa í sumar um laust sæti á Ólympíuleikunum 2008.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -