spot_img
HomeFréttirNBA: Phoenix og San Antonio áfram

NBA: Phoenix og San Antonio áfram

09:41

{mosimage}
(Michael Finley var heitur í nótt)

Phoenix Suns og San Antonio Spurs komust áfram í 2. umferð úrslitakeppninnar þegar þeir kögðu L.A. Lakers og Denver Nuggets að velli í nótt. Phoenix vann 9 stiga sigur, 119-110, þar sem Amare Stoudamire var með 27 stig og 16 fráköst. Hjá L.A. Lakers skoraði Kobe Bryant 34 stig. Phoenix var einvígið 4-1.

San Antonio vann Denver 93-78 í beinni útsendingu á NBAtv. Michael Finley fór á kostum í liði San Antonio með 27 stig og 24 þeirra komu úr þriggja-stiga skotum. Hjá Denver voru Carmelo Anthony og Allen Iverson með 21 stig. George Karl, þjálfari Denver, tók uppá því fyrir leikinn að láta J.R. Smith ekki spila þar sem hann taldi að leikmaðurinn hafi verið of óáreiðanlegur. Hann tæki slakar ákvarðanir sem bitnuðu á liðinu. Ekki virkaði þetta einkennilega herbragð því Denver tapaði og San Antonio eru komnir áfram eftir að hafa unnið einvígið 4-1.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -