spot_img
HomeFréttirEinar Árni sagði upp störfum hjá Njarðvík

Einar Árni sagði upp störfum hjá Njarðvík

9:57

{mosimage}

Einar Árni Jóhannsson, sem kosinn var þjálfari ársins á dögnunum, mun ekki þjálfa lið Njarðvíkur næsta tímabil en hann sagði upp stöðu sinni í gær.

 

Í samtali karfan.is við Einar sagði hann ekkert komið á hreint hvað tæki við en allt væri opið.

Einar þjálfaði lið Njarðvíkur síðastliðin þrjú tímabil og gert þá einu sinni að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum auk þess að vinna Poweradebikarinn einu sinni, deildarmeistaratitilinn í vor og urðu Meistarar meistaranna öll árin.

Einar hafði áður verið aðstoðarþjálfari Njarðvíkur frá 1997 til 2000 og svo aftur frá desember 2003 til vors 2004.


Einnig hefur Einar verið yfirþjálfari yngri flokka Njarðvíkur undanfarin ár og stýrt mörgum flokkum til sigurs í Íslands- og bikarmótum.


[email protected]


Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -