spot_img
HomeFréttirRæða formanns KKÍ á ársþinginu

Ræða formanns KKÍ á ársþinginu

20:10 

{mosimage}

 

(Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ og Hannes Jónsson formaður KKÍ á þinginu í kvöld) 

 

Körfuknattleikssamband Íslands hefur nú setti inn á vefsíðu sína, www.kki.is ræðu Hannesar Jónssonar, formanns KKÍ sem hann flutti á ársþinginu fyrr í kvöld. Hannes segir í ræðu sinni að fjármálastaða sambandsins sé um þessar mundir fjarri því að vera í lagi og bætir því við að betur má ef duga skal í fjárveitingum hins opinbera til sérsambandanna í landinu.

 

Í ræðunni segir Hannes m.a: … Betur má ef duga skal, þeir fjármunir sem KKÍ fær frá ríkisvaldi eru sáralitlir miðað við þörfina. Í því samhengi má benda á að KKÍ er rekið að stærstum hluta fyrir sjálfsaflafé. Þessu er öfugt farið á norðurlöndunum, þar sem sérsambönd eru rekin að mestum hluta fyrir opinbert fé. Á tyllidögum og rétt fyrir kosningar eru stjórnmálamenn á þeirri skoðun að íþróttir og afreksmenn í íþróttum sé nauðsynlegur partur af því að vera þjóð á meðal þjóða og að forvarnargildið sé ótvírætt. Af hverju hafa stjórnmálamenn ekki stigið stærri og hraðari skref í átt til okkar í íþróttahreyfingunni og okkar sérsambandanna og veitt myndarlegt fjármagn af ríkisfé til að hægt sé halda úti eðlilegu landsliðsstarfi?

 

Ræðu Hannesar má lesa í heild sinni með því að smella hér

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -