spot_img
HomeFréttirÞrjú lið í Iceland Express deild karla hafa ekki gengið frá þjálfaramálum

Þrjú lið í Iceland Express deild karla hafa ekki gengið frá þjálfaramálum

21:30

{mosimage}

Valur Ingimundarson er sá þjálfari sem hefur unnið flesta sigra 

 

Eins og lesendur karfan.is hafa fengið að fylgjast með eru flest lið að verða búin að ganga frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta vetur.

Hér kemur listi yfir félögin sem munu leika í Iceland Express deild karla á næsta ári og hvernig staðan er á þjálfaramálum þeirra. Fyrir aftan er árangur þjálfarans í fyrra og svo heildar árangur í Úrvalsdeild frá upphafi.

 

 

Fjölnir            Bárður Eyþórsson (3-17 / 59-49)

Grindavík       Friðrik Ragnarsson (12-10 / 72-38)

Hamar            Pétur Ingvarsson (8-14 / 74-102)

ÍR                 Jón Arnar Ingvarsson (8-6 / 23-49)

Keflavík         Sigurður Ingimundarson (12-10 / 162 – 58)

KR                Benedikt Guðmundsson (17-5 / 74-46)

Njarðvík        Ekki vitað en Valur Ingimundarson og Teitur Örlygsson hafa verið nefndir til sögunnar

Skallagrímur   Ekki ljóst en Valur Ingimundarson hefur óskað eftir að vera í fríi næsta vetur en hann á ár eftir af samningi sínum.

Snæfell           Geoff Kotila (17-5 / 17-5)

Stjarnan         Bragi Magnússon (Voru í 1. deild / 0-0)

Tindastóll       Ekkert heyrst, en reikna má með að Kristinn Friðriksson haldi áfram

Þór Ak          Hrafn Kristjánsson (Voru í 1. deild / 11-33) 

Hér kemur tölfræði þeirra þriggja sem nefndir eru en ekki er komið á hreint enn með.

Kristinn Friðriksson (6-16/ 35-41)

Teitur Örlygsson (Var ekki að þjálfa / 25-14)

Valur Ingimundarson (16-6 / 228-142)

 

 

[email protected]

 

 Mynd: www.vf.is 

Fréttir
- Auglýsing -