Fullt nafn: Guðni Eiríkur Guðmundsson
Aldur: 28 ára
Félag: Skallagrímur
Hjúskaparstaða/börn: Í sambúð með Lovísu Höllu Karlsdóttur en engin börn enn sem komið er
Happatala: Engin sérstök, kann samt alltaf vel við 5-una
Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Það var í Borgarnesi, sennilega árið 1991
Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Sigurður Elvar Þórólfsson, blaðamaður á Mogganum
Hvenær byrjaðir þú að dæma? Nóvember 2000
Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi? Það er rosalega erfitt að bera saman kynslóðirnar. Segi samt Jón Arnór/Valur og Helena
Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi? Brenton er rosalega hæfileikaríkur, en mér hefur alltaf fundist Alex Ermolinskij verið vanmetinn.
Efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir? Hörður Axel Vilhjálmsson, Fjölni
Besti dómarinn á Íslandi? Kristinn Óskarsson og Sigmundur Már Herbertsson, get ekki gert upp á milli þeirra.
Efnilegasti dómarinn á Íslandi? Fyrir utan mig? Jóhann G. Guðmundsson
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Bjarki Þorsteinsson
Besti þjálfarinn á Íslandi í dag? Þeir eru margir ansi hæfir, t.d. Benni, Valur, Einar Árni
Uppáhalds NBA leikmaðurinn þinn? Tim Duncan
Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi? Magic Johnson
Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik? Nei
Sætasti sigurinn á ferlinum? Þegar ég varð Evrópumeistari í Istanbul 2005
Sárasti ósigurinn? Man ekki eftir neinu sérstöku
Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta? Er nánast fanatískur í fótbolta…
Með hvaða félögum hefur þú leikið? Skallagrími
Uppáhalds:
kvikmynd: Godfather 2
leikari: Al Pacino
leikkona: Jenna og Uma Thurman.
bók: "Red past, golden future" , eftir Paul Tomkins
matur: Hamborgarhryggurinn hjá mömmu
matsölustaður: American Style
lag: "In my Life" með Bítlunum
hljómsveit: Metallica
staður á Íslandi: Borgarnes
staður erlendis: Köben
lið í NBA: New York Knicks
lið í enska boltanum: Liverpool
hátíðardagur: Jólin eru nú alltaf skemmtileg
alþingismaður: Allir Framsóknar þingmennirnir
Vefsíða: kkdi.is og karfan.is
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki? Borða rétt yfir daginn, tek gott pre-game með meðdómaranum og reyni að slaka vel á.
Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum? Það má læra af hvoru tveggja býst ég við.
Furðulegasti dómarinn? Æskuvinur minn, Konráð er þar ansi ofarlega á blaði.
Þín ráð til ungra dómara? Þolinmæði fyrst og fremst. Leita ráða hjá þeim sem reyndari eru og fara á mikið af leikjum.