spot_img
HomeFréttirHætta á að Jón Arnór verði ekki í landsliðshópnum

Hætta á að Jón Arnór verði ekki í landsliðshópnum

11:47 

{mosimage}

 

 

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari A-landsliðs karla hefur valið 20 manna æfingahóp fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara í Mónakó dagana 4.-9. júní. Nokkra athygli hefur vakið að leikmenn á borð við Hlyn Bæringsson og Jaköb Örn Sigurðarson eru ekki í hópnum. Að þessu sinni hefur Sigurður valið átta nýliða til æfinga. Æfingar hefjast um helgina og mun Sigurður bráðlega tilkynna 12 manna hópinn sem fer til Mónakó í júní. Hætt er við því að Jón Arnór Stefánsson verði ekki með í Mónakó sökum anna með Roma á Ítalíu.

 

,,Hlynur er hálf slakur í hnjánum og þarf að koma sér í betra stand, það er bara nauðsynlegt fyrir hann líka að fá smá hvíld. Sigurður Þorvaldsson gaf ekki kost á sér í hópinn sökum anna og Jakob er enn að spila á Spáni,” sagði Sigurður í samtali við Karfan.is. Sigurður sagði ennfremur að valið væri í landsliðið það sterkasta lið sem völ væri á hverju sinni.

 

,,Það er sem betur fer fullt af góðum strákum í hópnum núna sem eiga skilið að fá séns. Það hefur oft verið mun auðveldara að velja í landsliðið og þessi þróun er bara jákvæð. Darrell Lewis er ekki inni í myndinni í hópinn á meðan ég með Brenton í hópnum. Allt þetta sýnir bara hvað við eigum orðið marga frambærilega leikmenn,” sagði Sigurður.

 

Sigurður valdi Jón Arnór Stefánsson í hópinn en ekki er útséð með hvort hann nái að fara inn í þetta verkefni með landsliðinu í tæka tíð. Það veltur allt á gengi Roma á Ítalíu. ,,Jón er ennþá í hópnum en ég reikna með að Roma fari alla leið í úrslit og því er hætta á því að hann detti úr hópnum, það finnst mér ekki ólíklegt,” sagði Sigurður. Mál Jóns skýrast þó þegar fram líða stundir.

 

Æfingahóp landsliðsins fyrir Smáþjóðaleikana í Mónakó skipa eftirtaldir leikmenn:

 

Brenton Birmingham UMFN landsleikir 11

Brynjar Þór Björnsson KR landsleikir 0

Damon Johnson L’Hospitalet, Spánn landsleikir 5

Egill Jónasson UMFN landsleikir 23

Fannar Helgason ÍR landsleikir 0

Fannar Ólafsson KR landsleikir 60

Finnur Magnússon Catawba, USA landsleikir 0

Friðrik Stefánsson UMFN landsleikir 98

Helgi Magnússon BC Boncourt, Sviss landsleikir 41

Hreggviður Magnússon ÍR landsleikir 3

Hörður Axel Vilhjálmsson Fjölnir landsleikir 0

Jóhann Árni Ólafsson UMFN landsleikir 0

Jón Arnór Stefánsson Virtus Roma, Ítalía landsleikir 40

Kristinn Jónasson Fjölnir landsleikir 4

Logi Gunnarsson Gijon, Spánn landsleikir 50

Magnús Gunnarsson Keflavík landsleikir 41

Páll Axel Vilbergsson UMFG landsleikir 67

Sigurður Þorsteinsson Keflavík landsleikir 0

Sveinbjörn Claessen ÍR landsleikir 0

Þorleifur Ólafsson UMFG landsleikir 0

Fréttir
- Auglýsing -