spot_img
HomeFréttirHver er Guðjón Guðmundsson?

Hver er Guðjón Guðmundsson?

12:32

{mosimage}

Á ársþingi KKÍ á dögunum var Guðjón Guðmundsson kjörinn í stjórn KKÍ. Nafn hans hefur ekki verið tengt körfuboltanum áður og karfan.is hafði samband við kauða til að koamst að því hver hann er.

  Hver er maðurinn?

Í mjög stuttu máli: Guðjón heiti ég og er Guðmundsson.  Ég starfa sem framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Vífilfelli og hef starfað hjá því ágæta fyrirtæki undanfarin átta ár.  Ég á rætur mínar að rekja vestur á Ísafjörð og eins á Akranes en hef búið í Reykjavík í yfir tvo áratugi.

 

Hver er tenging þín við körfubolta?

Hún er svo sem ekki mikil, fyrst og fremst hef ég fylgst með skemmtilegu sporti úr fjarlægð sem áhugamaður um íþróttir undangengin 20 ár eða svo. Ég þykist enda vita að ekki hafi verið falast eftir kröftum mínum í stjórn vegna þekkingar minnar á íþróttinni:)  

 

Hefur þú iðkað hann sjálfur?

Ekki nema í vinahópi þegar ég var yngri.

 

Hvernig líst þér á að vera kominn í stjórn KKÍ?

Afar vel.  Á lokahófinu um daginn duldist mér ekki að mikill kraftur er í sambandinu og íþróttin á uppleið.  Það verður afar gaman að kynnast og vinna með þeim öfluga hópi sem starfar að þessum málum.

 

Nú ert þú markaðsstjóri hjá stóru fyrirtæki og maður skildi því ætla að þitt aðalstarf innan stjórnarinnar væri að leita fleiri samstarfsaðila. Ertu með einhverjar hugmyndir sem þú ætlar að ráðast í?

Ég vonast til þess að reynsla mín og tengsl nýtist sambandinu að einhverju leyti hvað þau mál varðar.  Á þessu stigi hef ég svo sem ekki mikla yfirsýn yfir stöðu þeirra, en vona að við í nýrri stjórn náum að fá enn fleiri góða samstarfsaðila til liðs við körfuboltann í framtíðinni og vonandi er að ávinningur þeirra sem styðja við bakið á sambandinu og körfuboltanum yfir höfuð vaxi enn frekar.

 

[email protected]

 

Mynd. Guðjón Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -