spot_img
HomeFréttirWarriors minnka muninn

Warriors minnka muninn

dGolden State Warriors sýndu í nótt að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum þegar þeir gjör sigruðu lið Utah Jazz með 20 stigum, 125-105. Strax í fyrri hálfleik voru Warriors með læti og komust í 70-49. Mest komust Warriors í 30 stiga forskot og sýndi Baron Davis einstakleg tilþrif þegar hann tróð á Andrei Kirilenko við mikin fögnuð heimamanna."Ég kom sjálfum mér á óvart með þessari (troðslu)" sagði Davis eftir leikinn. "Ég var bara of seinn í hálpina, en ég fæ þá að komast á plakat af Baron Davis" sagði Kirilenko glettinn eftir leik þegar hann var spurður út í þessa troðslu. Carlos Boozer sem hefur verið stoð og stytta í leik Utah setti aðeins 19 stig í þessum leik, Kirilenko og Okur voru með 15 stig og nýliðin Deron Williams kom þeim næstur með 14. Hjá heimamönnum var það að venju Baron Davis sem fór fyrir liði sínu, 32 stig og 9 stoðir á félaga sína. Jason Richardson var honum næstur með 25 stig. Þess má geta að Utah spilaði í sínum ljós bláu búningum í þessum leik en sá litur reyndist þeim vel í síðasta leik sínum gegn Houston Rockets í síðustu umferð. Þar áður höfðu þeir spilað í dökk bláa búning sínum á útivelli og töpuðu öllum þeim leikjum.

Fréttir
- Auglýsing -