spot_img
HomeFréttirBulls minnka muninn og Jazz í vænlegri stöðu

Bulls minnka muninn og Jazz í vænlegri stöðu

10:19 

{mosimage}

 

 

(Ben Gordon og Rip Hamilton eigast við í nótt) 

 

 

Chicago Bulls hysjuðu loks upp um sig brækurnar og göldruðu fram sigur gegn Detroit Pistons í nótt á meðan Utah Jazz tók 3-1 forystu á Vesturströndinni gegn Golden State Warriors. Bulls höfðu góðan 102-87 sigur á Pistons og Jazz lögðu Warriors 115-101.

 

Luol Deng var sterkur á heimavelli í nótt og gerði 25 stig og tók 13 fráköst í liði Bulls en skotnýting hans var einnig til fyrirmyndar þar sem hann setti niður 5 af 6 vítum sínum og hitti úr 10 af 15 teigskotum. Chaunsey Billups var stigahæstur hjá Pistons með 23 stig og 8 stoðsendingar en hann og Rip Hamilton urðu báðir frá að víkja í nótt með 6 villur sem og Antonio McDyess. Bulls leiddu allan leikinn en eiga langt í land þar sem staðan er 3-1 Pistons í vil. Engu liði hefur tekist að koma sér upp úr 3-0 holunni en staðan er 3-1 og ekki vantar mannskapinn í raðir Bulls svo það er enn allt opið en tæpt stendur það.

 

Leikur Jazz og Warriors var í járnum fram í fjórða leikhluta en þá stungu liðsmenn Jazz af og gerðu 40 stig gegn 23 frá heimamönnum í Oracle Arena. Lokatölur leiksins voru 115-101 Jazz í vil þar sem Carlos Boozer gerði 34 stig fyrir Jazz og tók 12 fráköst. Hjá Warriors voru Stephen Jackson og Al Harrington báðir með 24 stig.

 

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -