spot_img
HomeFréttirNBA: San Antonio vann fyrsta leikinn

NBA: San Antonio vann fyrsta leikinn

01:00

{mosimage}
(Tony Parker var sterkur í leiknum)

San Antonio hefur náð 1-0 forystu í einvíginu við Utah. Þeir unnu í kvöld 108-100 og sýndu á köflum að Utah þarf að standa sig í stykkinu ef þeir ætla sér eitthvað lengra. Manu Ginobili var maðurinn á bakvið sigurinn en þegar hann ko inná breyttist leikurinn heimamönnum í vil.

Hjá San Antonio var Tim Duncan með 27 stig og 10 fráköst. Manu Ginobili var með 23 stig af bekknum ásamt því að gefa 10 stoðsendingar og Tony Parker skoraði 21 stig.

Hjá Utah var Deron Williams ekkert svo langt frá þrennu en hann var með 34 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst. Carlos Boozer var með 20 stig og 12 fráköst og þeir Mehmet Okur og Matt Harpring skoruðu 10 stig.

Næsti leikur verður einnig í San Antonio á þriðjudag.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -