spot_img
HomeFréttirEkki full höll hjá Spurs

Ekki full höll hjá Spurs

12:00 

{mosimage}

(Tony Parker og félagar þykja ekki nægilega aðlaðandi með Utah Jazz sem andstæðinga) 

Þrátt fyrir mikinn áhuga á NBA-deildinni náðu San Antonio Spurs ekki að fylla AT&T Center. Þetta er í fyrsta skipti í 5 ára sögu þessarar glæsilegu hallar sem ekki hefur selst upp á leik hjá Spurs í úrslitakeppni.  

Tilkynnt var að 18300 áhorfendur hefðu keypt sér miða, en höllin tekur 18,797. Suð-Austur horn hallarinnar var autt lengi vel og einnig voru tvær raðir fyrir aftan aðra körfuna auðar, þar til gestir í verri sætum settust þar. 

Yfirmenn miðasölu Spurs bjuggust við mun meiri eftirspurn en þetta. Til að mynda þá mátti hver aðili eingöngu kaupa fjóra miða í einu. Ljóst er að eitthvað þarf að endurskoða verðið og aðgengi að miðunum. Talið er að aðdáendur liðsins vilji ekki borga svo hátt verð til þess að sjá lið eins og Utah Jazz í úrslitum Vesturstrandarinnar. Virðast þeir nokkuð vissir um sigur sinna manna, enda er það spá flestra spekinga. 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -