spot_img
HomeFréttirJón Arnór kominn í undanúrslit

Jón Arnór kominn í undanúrslit

8:26

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Lottomatica Roma tryggðu sér sæti í undanúrslitum Ítölsku úrslitakeppninnar með sigri á Eldo Napoli á heimavelli 83-58, staðan í hálfleik 37-21 Romamönnum í vil.  Jón Arnór stóð sig gríðarlega vel og skoraði 12 stig á 20 mínútum.

Á áhorfendabekkjum Romarhallarinnar voru þrír KR-ingar, það voru þeir Björgvin Halldór Björnsson, Helgi Már Magnússon og Ólafur Már Ægisson sem voru mættir til að hvetja Jón Arnór áfram og njóta lífsins í Rómarborg.

Það var á krystaltæru strax frá byrjun að heimamenn ætluðu sér að klára einvígið gegn Napolimönnum á heimavelli og losna við aukaleiki í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.  Liðið hafði 19-8 forystu eftir fyrsta leikhluta og 37-21 í hálfleik.  Roma bættu við forystuna í þriðja leikhluta og leiddu 59-38 og lokatölur voru 83-58.

Jón Arnór var góður, nýtti færin sín vel og skoraði 12 stig.  Nýtti bæði tveggjastigaskotin sín, setti niður tvö af fimm þriggjastigaskotum sínum og skoraði úr báðum vítaskotum sínum. Jón tók þrjú fráköst og gaf 2 stoðsendingar.  Greinilegt að nærvera "Three amigos" höfðu góð áhrif á kappann sem sópaði gömlu liðsfélögunum út 3-0.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -