09:15
{mosimage}
(Þór vann 1. deildina í fyrra)
Í vikunni var dregið í töfluröð í Iceland Express deildunum og 1. deild karla. Töfluröðin ákvarðar hvaða lið mætast í hverri umferð. Í fyrstu deild karla verða nokkrar áhugaverðar viðureignir strax í fyrstu umferð.
Töfluröðin í 1. deild karla:
1 Höttur
2 Reynir S.
3 Haukar
4 Þór Þ.
5 Ármann/Þróttur
6 KFÍ
7 FSu
8 Valur
9 Breiðablik
10 Þróttur V.
Í fyrstu umferð deildarinnar munu því verða eftirfarandi leikir:
Höttur – Þróttur V.
Haukar – Valur
Árm/Þrótt – KFÍ
Reynir S. – Breiðablik
Þór Þorl. – FSu
Það verður spennandi að sjá hvernig 1. deildin verður á næsta tímabili en mörg liðanna þar munu leggja áherslu á að vinna sig upp í Iceland Express deildina.
mynd: Thorsport.is