spot_img
HomeFréttirBrynjar Karl fyrirlesari á þjálfaranámskeiðum erlendis

Brynjar Karl fyrirlesari á þjálfaranámskeiðum erlendis

11:05

{mosimage}

Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari FSu og ein aðalsprauta Sidelinesport hugbúnaðarins mun verða einn af fyrirlesurum á þjálfaranámskeiði körfuknattleiksþjálfafélags Bretlands, BCA, dagana 14. og 15. júlí í sumar.

  Aðalfyrirlesari námskeiðsins verður Joan Plaza þjálfari Real Madrid. Reikna má með um 200 manns á námskeiðið. 

Brynjar Karl var einnig fyrirlesari á samskonar námskeiði síðasta sumar og vatt það heilmikið upp á sig hjá honum. Lino Frattin sem er aðstoðarþjálfari Roma, þar sem Jón Arnór Stefánsson leikur, var einnig fyrirlesari á þessu námskeiði. Roma keypti Sidelinesport í framhaldinu og Frattin heimsótti FSu nú í haust og upp úr því var Brynjar Karli boðið að tala á þjálfaranámskeiði hjá ítalska körfuknattleikssambandinu sem fram fer í lok júlí. Þar munu einnig tala Pepu Hernandez þjálfari heimsmeistara Spánar, Ettore Messina þjálfari CSKA Moskva og Obradovic Zelimir þjálfari Evrópumeistara Panathinaikos.

[email protected]

Mynd: www.basket.is

 

Fréttir
- Auglýsing -