spot_img
HomeFréttirJón Arnór með 6 stig í tapleik

Jón Arnór með 6 stig í tapleik

5:53

{mosimage}

Deildarmeistarar á Ítalíu Montepaschi Siena náðu að hefna ósigursins gegn Jóni Arnóri og félögum í Lottomatica Roma þegar að liðin mættust fyrr í kvöld, lokatökur 76-84, staðan í hálfleik var 36-38 Montepaschi Siena í vil.  Jón Arnór skoraði 6 stig.

Afleit byrjun heimamanna í Róm var liðinu að falli í undanúrslitaviðureigninni gegn Montepaschi Siena, staðan eftir fyrsta leikhluta var 10-21 þar sem að gestirnir náðu að komast í 0-12.  Heimamenn í Róma skoruðu sín fyrstu stig á fimmtu mínútu þegar að David Hawkins braut ísinn.  En heimamenn sýndu styrk sinn og náðu að minnka muninn í tvö stig í hálfleik 36-38. 

Góður kafli hjá Jóni Arnóri og Bojan Bodiroga komu Roma yfir 45-41, en eftir það var heimamönnum fyrirmunað að skora.  Montepaschi Siena gengu á lagið og náðu sjö stiga forystu eftir þriðja leikhluta 54-61. 

Spennan var mikil í fjórða leikhluta þar sem að Bojan Bodiroga náði í tvígang að minnka muninn í fjögur stig.  60-64 og svo 71-75.  Deildarmeistararnir voru sterkir og léku mjög vel.  Þeir náðu að landa mikilvægum sigri 76-84 eftir hörkuleik og eru því bæði lið á byrjunarreit, en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaleikina á Ítalíu.

Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig, hann nýtti bæði tveggjastiga skotin sín, geigaði á öllum þremur þriggjastigaskotunum sínum.  Jón fékk tvö víti sem hann setti niður.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -