spot_img
HomeFréttirNBA: Cleveland í úrslitin

NBA: Cleveland í úrslitin

13:51

{mosimage}
(LeBron James með bikarinn)

Cleveland Cavaliers eru að fara í fyrsta skipti í úrslit NBA-deildarinnar. Þeir lögðu Detroit að velli 98-82 I Quicken Loans Arena. Daniel Gibson var hetja heimamanna með 31 stig þar af skoraði hann 19 í lokaleikhlutanum. LeBron James var með 20 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Detroit var Richard Hamilton með 29 stig.

Cleveland vann fjóra leiki í röð og einvígið alls 4-2. Þeir eru aðeins þriðja liðið til að vinna einvígi eftir að hafa lent undir 2-0 í undanúrslitum. Hin tvö liðin sem komust áfram voru Baltimore Bullets árið 1971 og Chicago Bulls 1993.

Cleveland mætir San Antonio í úrslitum og hefjast þau á fimmtudag.

myndir: AP

{mosimage}
(Alltaf jafn skrítið þegar eigendur fá bikarinn í hönd)

{mosimage}
(Leikmenn Cleveland fagna í leikslok)

{mosimage}
(Aðdáendur söfnuðust fyrir utan höllina og horfðu á leikinn á risaskjá)

{mosimage}
(Rasheed Wallace brýtur á Daniel Gibson)

Fréttir
- Auglýsing -