spot_img
HomeFréttirSamstarf KKD Selfoss og KKD FSu

Samstarf KKD Selfoss og KKD FSu

19:07

{mosimage} {mosimage}

Stjórn körfuknattleiksdeildar Selfoss hefur sent út fréttatilkynningu um samtarf þeirra við körfuknattleiksdeild FSu.

 

KKD. Umf. Selfoss og Körfuknattleiksakademía Fsu. í samstarf 

Á stjórnarfundi körfuknattleiksdeildar Umf. Selfoss þann 15. maí síðastliðinn var samþykkt að ganga til samstarfs við Körfuboltaakademíu F.Su. um áframhaldandi uppbyggingu íþróttarinnar á Selfossi. Mikill metnaður er til staðar hjá báðum aðilum að ná árangri og standa faglega að þjálfun allra aldursflokka. Því hefur verið ákveðið að sameina kraftana til að koma körfuboltanum á Selfossi í fremstu röð á Íslandi. Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum:

 

„Stjórn körfuknattleiksdeildar Umf. Selfoss þakkar körfuknattleiksdeild Hamars samstarfið undanfarin þrjú ár. Stjórnin lítur svo á að þrátt fyrir ákvörðun Hamars að slíta samstarfinu séu nú meiri sóknarfæri fyrir uppbyggingu körfuknattleiks á Selfossi en nokkru sinni fyrr. Með stofnun körfuknattleiksakademíu við Fjölbrautarskóla Suðurlands hefur fagmennska og metnaður við körfuknattleiksþjálfun tekið stórt skref fram á við, á Suðurlandi sem og á landinu öllu. Stjórnin samþykkir að stofna til samstarfs við körfuknattleiksakademíu Fsu um framtíðaruppbygginu íþróttarinnar á Selfossi með það að markmiði að í bænum verði á næstu árum til lið í fremstu röð á landsvísu, í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Öflugt yngriflokkastarf körfuknattleiksdeildarinnar undanfarin ár, mikil þekking, metnaðarfullt æfinga- og keppnisumhverfi, ásamt tengslum akademíunnar við alþjóðasambandið FIBA, skapa möguleika á því að á Selfossi verði rudd brautin við þróun á aðferðum við þjálfun og vagga körfuknattleiksíþróttarinnar á Íslandi“.  

Stjórn Körfukn.deildar Umf. Selfoss

 

Fréttir
- Auglýsing -