spot_img
HomeFréttirÞjálfaraleit Skallagríms lokið

Þjálfaraleit Skallagríms lokið

21:21

{mosimage}

Sögunni endalausu um Skallagrím í þjálfaraleit er nú lokið. Þeir hafa komist að samkomulagi við Bandaríkjamanninn Ken Webb um að þjálfa liðið.

 

Ken þessi hefur síðastliðin þrjú tímabil þjálfað Tromsö Storm í Noregi og urðu þeir deildarmeistarar í vetur. Tímabilið á undan var hann aðstoðarþjálfari Geof Kotila hjá Bakken bears sem þá hétu SK Århus auk  þess sem hann þjálfaði lið Harlev í dönsku 1. deildinni. 

Sem leikmaður lék Ken með Fairleigh Dickinson háskólanum í NCAA og var valinn af New Jersey Nets í 8. umferð í nýliðavalinu 1981. Sem atvinnumaður lék hann einnig lengi í Portúgal sem og Venazuela og Quatar. 

Hafsteinn Þórisson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms sagði í samtali við karfan.is að hann vænti mikils af Webb. „Miðað við hvernig talað er um hann hjá Tromso þá held ég að þetta sé klassa þjálfari. Nú munum við í samstarfi við Webb fara að spá í leikmenn ,en Flake verður með okkur áfram svo spurning hvort við bætum við stórum manni eða bakverði til að bakka Hafþór upp eða bæði? Tveir ungir íslenskir leikmenn eru að ganga til liðs við okkur, þannig að ég er mjög bjartsýnn á komandi tímabil.” 

[email protected] 

Mynd: www.tromsostorm.no

Fréttir
- Auglýsing -