15:22
{mosimage}
(Kobe Bryant)
Fyrrum NBA leikmaðurinn og núverandi framkvæmdastjóri Chicago Bulls, John Paxon, hefur sent nokkuð bein skilaboð til Kobe Bryants um að ólíklegt sé að hann verði á mála hjá Bulls á næstu leiktíð. Samkvæmt fjölmiðlum Vestanhafs er Bulls í topp þremur sætunum yfir þau lið sem Kobe langar til að spila með fari hann frá Lakers. John Paxon hefur nú stigið fram og þykir tregur til að gera jafn áhrifamikla breytingu á ungu en þó reyndu Bulls liðinu sem síðustu þrjú ár í röð hefur náð inn í úrslitakeppnina.
Paxon segir að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við forsvarsmenn Lakers og þá er Kobe ekki með klásúlu í samningi sínum þess efnis að megi selja hann til annars liðs.
Flest allt bendir því til þess að Kobe Bryant fari ekki til Bulls og að forsvarsmenn Lakers megi því áfram glíma við Bryant sem er ekki kátur með félagið sitt.