spot_img
HomeFréttirKristján Rúnar til Blika

Kristján Rúnar til Blika

22:10

{mosimage}

Breiðabliksmönnum er enn að berast liðsstyrkur en nú hefur Kristján Rúnar Sigurðsson Njarðvíkingur ákveðið að söðla um og leika undir nýjum merkjum, þó búningurinn verði áfram grænn.

 

Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Breiðablik en Kristján sem er 21 ára hefur leikið 82 leiki í Úrvalsdeild og unnið fjölmarga titla. Þá hefur hann leikið 15 unglingalandsleiki og 8 U20 ára landsleiki.

Karfan.is heyrði í Kristjáni í dag og spurði hann út í þessi skipti. 

Afhverju Breiðablik og 1. deildin?
Ég sá fram á lítinn spilatíma í Njarðvík en ætti að fá mikinn tíma í Breiðablik og langar einnig í stærra hlutverk. Svo þekkir maður þjálfara Blikanna vel. 

Hvernig lýst þér á næsta vetur?
Mér líst vel á þetta, sýnist að Blikarnir séu með fínt lið sem ætti að geta farið upp. Ég mun þó gera mér betur grein fyrir þessu þegar æfingar hefjast á fullu. 

Komu önnur lið til greina?
Það voru önnur lið sem höfðu samband en fyrir mér stóð valið bara á milli Njarðvíkur og Breiðabliks. Maður vill vera grænn. 

Verður þú með á Landsmóti?
Nei, ég vildi bara koma mínum málum á hreint sem fyrst og nú get ég andað rólega og mun svo hefja æfingar í lok júlí þegar við Blikar hefjum æfingar á fullu. 

Þá heyrðum við líka í Einari Árna þjálfara Blika og spurðum hvernig honum litist á að fá Kristján. 

Það er mikil tilhlökkun fyrir vetrinum hjá okkur og það voru góðar fréttir fyrir okkur í dag að vita að Kristján mun leika með okkur í vetur. Ég þekki kappann mjög vel og hann eflir sterka bakvarðarsveit okkar enn frekar enda frábær skotmaður. Hann kemur náttúrulega með reynslu inn í þetta lið þar sem hann hefur spilað fullt af unglingalandsleikjum í gegnum tíðina og þá var hann m.a. að spila í evrópuleikjum síðasta vetur hjá Njarðvík.

Við höfum fengið þrjá stráka núna en á móti misst Steina norður. Við erum að leggja lokahönd á að semja við bandaríkjamann og svo vonumst við til þess að Loftur Þór Einarsson komi heim í Blika aftur eftir dvöl á Egilsstöðum og þar með ættum við að vera komnir með mynd á endanlegan hóp fyrir veturinn.

 

 

[email protected]

 

Mynd: www.vf.is

 

Fréttir
- Auglýsing -