spot_img
HomeFréttirLandsmót: Fjölnir vann eftir framlengingu

Landsmót: Fjölnir vann eftir framlengingu

16:17

{mosimage}
(Fjölnir vann Landsmótið í fyrsta skipti)

Eins og úrslitaleikur kvenna var mikil einstefna þá buðu Fjölnismenn og Keflvíkingar upp á mun meira spennandi leik. Jafnt var nánast allan leikinn og hvorugt liðið náði almennilegu forskoti. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 39-39 og þurfti því að framlengja. Þar voru Grafarvogsbúar sterkari og settu niður vítaskot á lokasekúndum til þess að klára leikinn.

Fjölnismenn keyrðu upp hraðan í upphafi með Hörð Vilhjálmsson fremstan í flokki og skilaði það nokkrum stigum. Annars var leikurinn allan tímann í járnum og ekki mikið skorað fyrr en í endann. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Fjölnir 11-9 og í hálfleik var staðan 18-22 Keflavík í vil.

Í seinni hálfleik var mikill barningur og liðin áttu í töluverðum vandræðum að koma boltanum ofan í körfuna. Það var ekki fyrr en töluvert var liðið á loka leikhlutann að leikmenn beggja liða fóru að setja hann. Magnús Gunnarsson fór á kostum í liði Keflavíkur og skoraði níu síðustu stig suðurnesjamanna í leikhlutanum, þar af tvo þrista, en hann jafnaði leikinn af vítalínunni með þremur vítum þegar níu sekúndur voru eftir. Fjölni tókst ekki að skora og því þurfti að framlengja.

{mosimage}
(Mikið mæddi á miðherjum liðanna Kristni Jónassyni, Fjölnir,
 og Sigurðu Þorsteinssyni, Keflavík)

Leiktími í framlengingunni var 3 mínútur. Liðin skoruðu strax körfu hvort en síðan komu engin stig fyrr en þegar tæp mínúta var eftir. Þá komu flest stigin af vítalínunni. Helgi Þorláksson setti tvö vítaskot niður og Hörður Vilhjálmsson eitt og kom þeim þremur stigum yfir, 44-41. Jón Gauti Jónsson minnkaðu muninn í tvö stig, 44-42. Hörður Vilhjálmsson kom Fjölni fjórum stigum, þegar 13 sekúndur voru eftir, með tveimur vítaskotum, 46-42 og sigur Grafarvogsbúa virtist í sjónmáli. En þá kom Magnús Gunnarsson með þrist úr horninu og minnkaðu muninn í 1 stig, 46-45. Það kom svo í hlut Helga Þorlákssonar að skora síðusta stig leiksins þegar hann setti eitt víti niður. Keflavík fékk boltann á eigin vallarhelmingi en lang skot Gunnar Einarssonar geigaði og Fjölnir vann, 47-45.

{mosimage}
(Gunnar Einarsson skoraði 5 stig fyrir Keflvíkinga í dag)

Stigahæstur hjá Fjölni var Hörður Vilhjálmsson með 18 stig og Kristinn Jónasson setti 12.

Hjá Keflavík var Magnús Gunnarsson atkvæðamestur með 16 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 12.

myndir og umfjöllun: [email protected]

{mosimage}
(Mikill barningur var í leiknum)

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -