spot_img
HomeFréttir1 á 1: Jóhanna Björk

1 á 1: Jóhanna Björk


{mosimage}Fullt nafn: Jóhanna Björk Sveinsdóttir

Aldur
: 18 ára  

Félag
: Hamar

Hjúskaparstaða: Á lausu        

Happatala: 6

Hvenær hófst þú að stunda körfubolta og hvar? Þegar ég var 10 ára með Hamri í Hveragerði

Hver var fyrsta fyrirmyndin þín í körfunni? Það var Lalli Jóns í Hamri og svo auðvitað Jordan

Hverjir eru bestu íslensku leikmennirnir í karla og kvennaflokki frá upphafi?
Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson

Besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur á Íslandi?
Úff, ég veit ekki

Efnilegasti leikmaður landsins um þessar
mundir?
Margrét Kara í Keflavík

Hver var fyrsti þjálfarinn þinn?
Daði Steinn Arnarsson

Besti þjálfarinn á Íslandi í dag
Auðvitað Ari Gunn

Uppáhals NBA leikmaðurinn þinn?
Michael Jordan og Steve Nash

Besti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi?
Auðvitað Michael Jordan

Hefur þú farið á NBA leik? Ef já, hvaða leik?
Nei, ekki karlaleik en ég hef farið á WNBA leik en þá voru Indiana Fever og New York Liberty að spila

Sætasti sigurinn á ferlinum?
Það er erfitt að gera upp á milli seinustu tveggja leikjanna á seinasta tímabili sem voru á móti Keflavík og Breiðablik. Við urðum að vinna þá báða til að halda okkur uppí í fyrstu deild sem við gerðum =)

Sárasti ósigurinn?
Þegar við töpuðum á móti Breiðablik í 3. leik liðanna á seinasta tímabili en eftir tapið voru við komnar í frekar óþægilega stöðu.

Þín uppáhalds íþrótt að frátöldum körfubolta?
Fótbolti

Með hvaða félögum hefur þú leikið?
Hamri

Uppáhalds:

kvikmynd:  Love and Basketball, Remember the Titans, Coach Carter og John Q
leikari:  Denzel Washington
leikkona: engine sérstök
bók:  Flestar eftir Arnald Indriðason
matur:  Nautalund með góðri sósu og bökuð kartafla.
matsölustaður:  Pylsuvagninn á Selfossi
lag: The Way I Are með Timbaland
hljómsveit: Eiginlega engine sérstök en The Fugees voru í miklu uppáhaldi áður fyrr.
staður á Íslandi: Heima 🙂
staður erlendis:  New York og Kopaonik í Serbíu þar sem við í Hamri fórum í æfingabúðir fyrir tveim árum.
lið í NBA: Cleveland Cavaliers
lið í enska boltanum: Fylgist lítið með honum  en hélt með Liverpool þegar ég fylgdist aðeins með.
hátíðardagur: Jólin
alþingismaður: Fylgist lítið sem ekkert með stjórnmálum
heimasíða: Karfan.is

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?
Ég borða hollan mat og drekk mikið vatn. Ég hugsa mikið um leikinn og hvernig ég eigi að spila á móti andstæðingnum


Hvort má læra meira af sigur- eða tapleikjum?
Það er hægt að læra mikið af bæði tap og sigurleikjum en eftir tapleiki hugsar maður meira um hvað það er sem maður getur gert betur.

Furðulegasti liðsfélaginn?
Pottþétt Fanney Lind 😉

Besti dómarinn í IE-deildinni?
Get ekki valið á milli.

Erfiðasti andstæðingurinn?
Helena Sverrisdóttir

Þín ráð til ungra leikmanna?
Mæta alltaf 100% á allar æfingar og leiki því maður nær engum árangri ef maður er ekki tilbúin að leggja sig fram

Fréttir
- Auglýsing -