19:43
{mosimage}
(Bojan, Robert og Riste. Bojan og Riste eru með þriggja ára samning við KFÍ)
KFÍ á Ísafirði hefur samið við serbneska bakvörðinn Srdjan Bozic um að leika með liðinu næsta vetur. Borce Illivski, þjálfari KFÍ, er þessa dagana í Serbíu. Með í för er hópur af krökkum frá félaginu sem eru í æfingabúðum.
Bozic er 23 ára gamall og er 192 cm á hæð. Samkvæmt heimasíðu KFÍ getur hann leikið í stöðu 1 og 2.
Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir Ísfirðinga en félagið samdi við Bojan Popovic, Pance Illievski og Riste Stojanov eftir síðasta tímabil en þeir léku allir með liðinu á síðasta keppnistímabili.
Einnig hafði félagið komist að munnlegu samkomulagi við Svein Blöndal og Birgi Björn Pétursson um að leika með þeim næsta vetur. Sveinn lék reyndar með liði ÍBA á Landsmótinu um helgina.
Bandaríkjamaðurinn Robert Williams lýsti því yfir eftir tímabilið að hann vildi koma aftur til Íslands.
Miðað við þetta verða Ísfirðingar með öflugt lið næsta vetur og er stefnan sett á Iceland Express-deildina.
Sjá einnig:
Sterkir leikmenn koma aftur til KFÍ
KFÍ semur við útlendinga
KFÍ fær liðsauka
mynd: kfi.is