spot_img
HomeFréttirFyrrum bakvörður Keflavíkur þjálfar vesturströndina

Fyrrum bakvörður Keflavíkur þjálfar vesturströndina

18:27

d

Í kvöld, klukkan 19:30 að íslenskum tíma, verður stjörnuleikur WNBA deildarinnar haldinn í Washington. Lið Austurdeildarinnar mun mæta liði Vesturdeildarinnar í leik þar sem helstu stjörnur WNBA deildarinnar munu sýna listir sýnar á vellinum. Búið er að velja liðin og það er ljóst að þarna verða góðir leikmenn á ferðinni. Það sem ætti þó að vekja mikla athygli okkar Íslenskra körfuknattleiksunnenda er sú staðreynd að fyrrum bakvörður kvennaliðs Keflavíkur stjórnar vesturstrandarliðinu. Þar er á ferð Jenny nokkur Boucek.

Jenny lék með meistaraliði Keflavíkur árið 1997-1998 og spilaði þar kvenna best. Eftir að hún hætti hjá Keflavík lá leið hennar að stuttum ferli í WNBA og þar stuttu seinna varð hún aðstoðarþjálfari meistaraliðs Seattle. Nú stjórnar hún liði Sacramento Monarcs og sem stendur eru þær efstar í vesturdeildinni. Þess má einnig geta að þjálfar austursins er engin annar er harðjaxlinn Bill Laimbeer.

Fréttir
- Auglýsing -