spot_img
HomeFréttirVerður launahæsti leikmaður Evrópu

Verður launahæsti leikmaður Evrópu

21:10

{mosimage}
(Theodoros Papaloukas að taka á móti verðlaunum sínum sem besti
 leikmaður meistaradeildarinnar 2007. Jordi Bertomeu, framkvæmdastjóri
 meistaradeildarinnar afhendir þau)

Gríski bakvörðurinn Theodoros Papaloukas, 30 ára, mun ekki flytja sig um set og spila í NBA næsta vetur. Hann fékk ekki þau tilboð sem hann sóttist eftir og ákvað þess í stað að framlengja samning sinn við CSKA Moskvu um eitt ár. Nýji samningurinn er til þriggja ára og mun hann fá um 250 milljónir íslenskra króna í árslaun.

Ákvæði um að hann geti farið hvenær sem er til NBA-liðs var tekið út og mun hann því leika í Rússlandi næstu þrjú tímabil.

Ekki vantaði áhuga frá Papaloukas að skipta yfir í NBA en hann vildi ekki spila með hvaða liði sem er. ,,Ég heyrði af áhuga nokkurra liða en fékk engin skrifleg tilboð. Aðeins tvö lið komu til mín og báðu mig að skuldbinda mig munnlega, hvorugt liðanna var lið sem ég vildi spila með,” sagði Papaloukas en annað af þessum liðum var Atlanta. Hann vildi fara í sterkt lið og áhugi frá liðum eins og Dallas, Chicago og Lakers vakti áhuga hans en eins og fyrr segir komu engin freistandi tilboð.

Grikkinn snjalli hefur farið á kostum undanfarin ár. Frammistaða hans í meistaradeildinni(Euroleague) og með gríska landsliðinu á heimsmeistarakeppninni í Japan síðasta haust hefur vakið verðskuldaða athygli.

{mosimage}
(Papaloukas að fagna meistaratitlinum í Rússlandi nú í vor)

Á HM síðasta haust átti hann m.a. stórleik gegn Bandaríkjunum í undanúrslitum, þar sem hann gaf 12 stoðsendingar og skoraði 8 stig, í 101-95, sigri Grikkja.

Hann var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitum meistaradeildarinnar 2006(Final Four) og í vetur var hann kjörinn mikilvægasti leikmaður riðlakeppni meistaradeildarinnar.

Hann var valinn leikmaður ársins hjá FIBA Europe 2007.

Theodoros Papaloukas er einn besti leikstjórnandi sem hefur spilað körfubolta í mörg ár. Hann er öðruvísi leikmaður, er tveir metrar á hæð og kemur ávallt inn af bekknum. Hann hefur aðeins 4 sinnum byrjað inn á í 114 leikjum með CSKA Moskvu í meistaradeildinni. Hann hefur aldrei skorað tíu stig eða meira að meðaltali í meistaradeildinni, en leiðtogahæfileikar hans og frumkvæði á vellinum hafa gert hann að einum besta sóknarmanni körfuboltans þegar mikið er í húfi. Í síðustu tveimur Final Four í meistaradeildinni hefur hann skorað mest allra og gefið flestar stoðsendingar. Hann skoraði 23 stig í úrslitaleik meistaradeildarinnar nú í vor.

{mosimage}
(Úr leik í Final Four 2007)

Ferillinn
Hann hóf ferilinn með Ethnikos Ellinorosson í Aþenu og lék í yngri flokkunum með þeim. Fljótlega skipti hann og lék í A2 deildinni með Ampelokipio og Dafni. Hann spilaði með Panionios í A1-deildinni(efstu deild) tímabilin 1999-2001.

Tímabilið 2000-01 skoraði hann 14.5 stig fyrir Panionios í grísku deildinni, og var það eina skiptið sem hann skorað yfir tíu stig að meðaltali, og var einnig stoðsendingarhæstur. Árið eftir gekk hann til liðs við Olympiacos og lék þá í fyrsta skipti í meistaradeildinni. Hann vann gríska bikarinn og lék til úrslita með Olympiacos, þar sem liðið tapaði fyrir Panathinaikos.

Árið 2002 gerði hann samning við CSKA Moskvu og strax hófst endurkoma liðsins sem stórveldi í Evrópu. Það hefur spilað fimm sinnum í röð í Final Four og vann loksins sinn fyrsta Evróputitil í 35 ár árið 2006.

Titlar
Hann hefur unnið 9 titla með CSKA Moskvu á þeim 5 árum sem hann hefur leikið þar:
Rússlandsmeistari 5 sinnum, 2003, 2004, 2005, 2006, 2007
Bikarmeistari 3 sinnum, 2005, 2006, 2007
Meistaradeildin 1 sinni 2006

Olympiacos
Bikarmeistari 1 sinni, 2002

Grikkland
Evrópumeistari 2005
Silfurverðlaun á HM 2006

Nánar um Papaloukas:
Grikkinn snjalli útnefndur leikmaður ársins
Heimasíðan hans

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -